Í upphafi árs 2016 færði GlaxoSmithKline, rannsóknarstofu HÍ og LSH í öldrunarfræðum (RHLÖ) veglegar gjafir til að styrkja starfsemi RHLÖ.
GlaxoSmithKline færði RHLÖ skrifborð, skrifborðstóla og tölvudokkur ásamt öðrum skrifstofubúnaði til að bæta aðstöðu doktorsnema sem eru að störfum á RHLÖ. Rannsóknarstofan hefur það að markmiði að efla rannsóknir í öldrunarfræðum og hefur skapað starfsvettvang á L5 á Landakoti fyrir doktorsnema sem geta verið af hvaða námsbraut sem er á sviði öldrunarrannsókna. Þannig er verið að mynda lifandi samfélag um öldrunarrannsóknir þar sem doktorsnemar og aðrir rannsakendur innan öldrunarfræða geta haft stuðning hver af öðrum auk þess sem samlegðaráhrif breiðrar þekkingar í öldrunarfræðum þykir ómetanleg.
Um RHLÖ og styrki
Rannsóknarstofa Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum (RHLÖ) er miðstöð í öldrunarfræðum, stofnuð á ári aldraðra 1999.
Hún stendur fyrir rannsóknarstarfsemi innan öldrunarlækninga og fræðslu um málefni sem tengjast öldrun.
Sjálfseignastofnun Landakotsspítala veitir styrki til doktorsnema í tengslum við rannsóknarstofuna, næst vorið 2016.
Umsóknarfrestur er til 1. apríl.