Aðalinngangur kvennadeildahúss Landspítala, gegnt Barónsstíg, hefur verið opnaður aftur. Hann hefur verið lokaður síðan 25. janúar 2016 vegna jarðvegsframkvæmda til undirbúnings byggingu sjúkrahótels á Landspítala Hringbraut. Á meðan hefur verið farið um aðalinngang Barnaspítala Hringsins.
Áfram verða miklar framkvæmdir framan við kvennadeildahúsið en komið var fyrir yfirbyggðri göngubrú utan á húsinu vegna inngangsins. Hún verður notuð fram í júní að minnsta kosti. Gengið er inn á hana til móts við Kringluna, aðalinngang Landspítala Hringbraut.
ATH!
Innkeyrsla að Landspítala Hringbraut frá Barónsstíg verður áfram lokuð.
Innkeyrsla spítalans er frá gömlu Hringbraut eða Eiríksgötu.
Ljósmynd: Yfirbyggð göngubrú við aðalinngang kvennadeildahúss í smíðum.