Það hafa verið miklar jarðvegsframkvæmdir á Landspítalalóðinni eftir að fyrsta skóflustunga var tekin að nýju sjúkrahóteli í nóvember 2015. Þar hafa stórvirkar vinnuvélar hamast á klöpp sem hefur haft talsvert ónæði í för með sér fyrir fólk á Landspítala, sjúklinga, starfsmenn og aðra. Mest þegar vinnuvélarnar hafa verið næst kvennadeildahúsinu og K-byggingu. Nú dregur að því að þær fjarlægist þessar byggingar aftur og þá ætti nokkuð að hægjast um.
Merkur áfangi varð í þessum framkvæmdum 18. febrúar 2016 þegar steypuvinnan hófst með því að heilbrigðisráðherra beindi steypunni á réttan stað eða þar sem til stendur að byggja tæknigöng. Þar með má með segja að sjálf uppbygging nýs Landspítala við Hringbraut hafi tryggilega hafist.
Ljósmyndir Þorkels Þorkelssonar: Framkvæmdir á Landspítalalóð í aðdraganda byggingar sjúkrahótels. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hóf fyrstu steypuvinnuna 18. febrúar 2016.