GoRed fræðslu- og skemmtistund verður sunnudaginn 21. febrúar 2016 með dagskrá í Iðnó milli kl. 13:00 og 15:00. Fram koma tónlistarmaðurinn Björn Thoroddsen og uppistandarinn Anna Þóra Björnsdóttir. Fræðsluerindi um hjartavænt fæði, um hjartað, lífsstílinn og hamingjuna og hjartað sem ekki slær í takt flytja Ólöf Guðný Geirsdóttir næringarfræðingur, Erla Gerður Sveinsdóttir heimilislæknir og Hilma Hólm hjartalæknir.
Kynnir verður Hulda Guðfinna Geirsdóttir.„GoRed er alheimsátak á vegum World Heart Federation og hófst á Íslandi árið 2009. Í ár verða 14.-21. febrúar sérstaklega helgaðir GoRed og er það vel við hæfi, en 14. feb er einmitt Valetnínusardagur og 21. feb konudagurinn. Markmið GoRed átaksins er að fræða konur um áhættuþætti og einkenni hjarta- og æðasjúkdóma og ýta undir rannsóknir á þessum sjúkómum hjá konum. „GoRed fyrir konur á Íslandi“ er samstarfsverkefni Hjartaverndar, Hjartaheilla, Heilaheilla, hjartadeildar Landspítalans og fagdeildar hjartahjúkrunarfræðinga. “
Nánar um Gored 2016 á vef Hjartaverndar
Í GoRed vikunni
... er Landspítalinn við Hringbraut lýstur upp í rauðum lit.
... er föstudagurinn 19. febrúar „Klæðumst rauðu dagur“ þar sem landsmenn eru hvattir til að klæðast rauðum fatnaði.