Klínískar leiðbeiningar um varnandi meðferð gegn myndun bláæðasega hjá inniliggjandi sjúklingum á skurðlækningadeildum hafa verið gefnar út.
Bláæðasegamyndun og segarek eru algengir fylgikvillar skurðaðgerða og legu á skurðlækningadeildum. Áhættan er mismikil eftir einstökum sjúklingum og tegund aðgerðar. Nauðsynlegt er að beita fyrirbyggjandi aðgerðum þegar slíkt á við.
Á síðunni eru einnig birtar leiðbeiningar nokkurra undirsérgreina skurðlækninga.