Boðað er til vinnustofu hjúkrunarfræðinga, lækna, næringarfræðinga og annars fagfólks sem sinnir meðferð einstaklinga með sykursýki af tegund 2.
Vinnustofan verður á Háskólatorgi 7. apríl 2016 á Alþjóðaheilbrigðismáladeginum sem verður að þessu sinni tileinkaður sykursýki.
Undanfarin misseri hefur faghópur innan Matvæla- og næringarfræðafélags Íslands, í samstarfi við Næringarstofu Landspítala og Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala unnið að endurskoðun ráðlegginga um fæðuval og næringu einstaklinga með sykursýki 2. Þessi faghópur stendur fyrir vinnusmiðjunni sem hefst á stuttum erindum og síðan taka við umræður í minni hópum
Tilgangur vinnustofunnar er að ræða og ná samstöðu um hvernig næringarmeðferð eigi að veita þessum hópi á Íslandi. Mikilvægt er talið að allt fólk með sykursýki fái sömu upplýsingar um næringu frá öllum heilbrigðisstarfsmönnum og njóti sambærilegrar meðferðar óháð því hvar það er í eftirliti.
Skráning hér
Skráningarfrestur rennur út 14. mars