Hlíf Steingrímsdóttir var meðal þeirra sem kynntu niðurstöður vinnustofu um meðferðarkjarna nýs Landspítala í Hringsal 5. febrúar 2016.
Eftir að forhönnun SPITAL hópsins á meðferðarkjarnanum lauk tók við fullnaðarhönnun Corpus hópsins. Á seinni stigum hönnunarinnar hafa henni til stuðnings verið haldnar nokkrar vinnustofur sem Chris Baclous frá Virgina Mason ráðgjafarfyrtækinu hefur stýrt.
Alla þá viku sem nú er að líða hafa um 50 manns, bæði úr klínískri þjónustu og stoðþjónustu Landspítala, velt vöngum um flæði og fyrirkomulag innan væntanlegs meðferðarkjarna í þeim tilgangi að þjónusta við sjúklinga verði sem allra skilvirkust og best og aðstaða starfsmanna jafnframt. Niðurstaðan var svo kynnt á almennum fundi á Landspítala þar sem var fjöldi annarra gesta, þar á meðal bæði heilbrigðisráðherra og landlæknir. Hugmyndavinnan fer nú til Corpus hópsins til að nýta í fullnaðarhönnuninni.