Átröskunarteymi Landspítala býður gestum og gangandi í heimsókn mánudaginn 1. febrúar 2016 en þann dag verða 10 ár liðin síðan það tók formlega til starfa.
Þessi tíu ár hafa reynst teyminu krefjandi en um leið þótt lærdómsrík og gefandi. Teymið þarf stöðugt að endurskoða meðferðarleiðir og þjónustu við skjólstæðinga því þekking á átröskun er sífellt að verða meiri og betri. Jafnfram eykst vitund almennings um sjúkdóminn.
Opna húsið er í Hvítabandinu, Skólavörðustíg 37, 3. hæð milli kl. 14:00 og 16:00.