Bilun hefur orðið í tölvusneiðmyndatæki Landspítala Fossvogi. Beðið er varahluta og áætlað að viðgerð ljúki í síðasta lagi á mánudag, 26. janúar 2016.
Vegna þessa ástands hefur viðbragðsáætlun verið virkjuð sem miðar að því að tryggja öryggi sjúklinga eftir því sem kostur er og verða allir sjúklingar sem þurfa rannsókn í tölvusneiðmyndatæki fluttir á Landspítala Hringbraut. Viðbragðsáætlunin er í samstarfi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um sjúkraflutninga.
Sjúklingar sem þurfa að leita þjónustu á bráðamóttöku geta af þessum orsökum búist við lengri biðtíma en ella.