„Boðskapur okkar er að það geta allir náð bata og við stefnum þangað“, segir Nanna Briem, yfirlæknir á Laugarásnum - meðferðargeðdeild, um starfsemina þar.
Á deildinni er eingöngu unnið með ungu fólki með geðrofssjúkdóma, eins og geðklofa, á byrjunarstigi og lagt upp úr því að meðferðarúrræðin séu fjölbreytt. Flestir þeirra sem þjónustu deildarinnar njóta eru á aldrinum 18 til 25 ára.
Í myndbandinu er rætt við Nönnu Briem og Halldóru Víðisdóttur, aðstoðardeildarstjóra á meðferðargeðdeildinni.