Í síðustu viku kynnti ég stuttlega stefnu og starfsáætlun Landspítala. Í jafn stórri og mikilvægri stofnun er mjög brýnt að stefnan sé klár og allir beini kröftunum í sömu átt. Þess vegna má segja að starfsáætlunin sé tæki til samhæfingar eða ein skonar áttaviti að markmiðinu um besta Landspítala. Þátttaka starfsmanna í stefnumörkunarferlinu og innleiðingunni er lykillinn að árangri. Við munum á næstu vikum vinna að stefnu og starfsáætlun á hverju sviði fyrir sig og í kjölfarið kynna ítarlega fyrir starfsmönnum. Það er mín von að sem flestir komi að útfærslunni, þannig náum við bestum árangri (nánar á myndbandinu).
Tólfta janúar tók ég fyrstu skóflustungu að húsi fyrir jáeindaskanna sem Íslensk erfðagreining færir landsmönnum að gjöf. Byggingin rís við húsnæði skyldrar starfsemi við Hringbraut og áætlað er að jáeindaskanninn verði kominn í notkun í lok ársins. Tilkoma jáeindaskanna er bylting í greiningu og meðferð vissra erfiðra sjúkdóma hér á landi. Sömuleiðis skiptir jáeindaskanninn miklu í áframhaldandi uppbyggingu rannsóknar- og vísindastarfs á Landspítala og Íslandi (nánar á myndbandinu).
Áfram er mikið álag á öllum deildum spítalans. Sameiginlegir stöðumatsfundir á degi hverjum eru farnir að skila árangri og við erum enn að móta verklagið í kringum þá. Þrátt fyrir að allir leggist á eitt þá gengur áfram hægt að útskrifa suma fullmeðhöndlaða sjúklinga. Þetta gildir einkum um þá sem hafa fengið færni- og heilsumat og þá sem bíða endurhæfingar. Það er afar mikilvægt fyrir þessa einstaklinga að komast sem fyrst í viðeigandi þjónustu þar sem þörfum þeirra er mætt á fullnægjandi hátt. Slíka þjónustu er ekki að fá á bráðadeildum Landspítala þar sem nú bíða tugir einstaklinga. Það er ekki viðunandi staða. Við myndum að lágmarki vilja geta boðið þessum hópi þjónustu á borð við þá góðu þjónustu sem við veitum þeim einstaklingum sem nú bíða hjúkrunarrýmis á biðdeild okkar á Vífilsstöðum. Því var afar ánægjulegt að heyra fréttir af uppbyggingu hjúkrunarheimila, samhliða því að við eigum nú í mjög markvissum viðræðum við velferðarráðuneytið um úrlausnir til skemmri tíma. Þar er unnið fljótt og vel og bind ég vonir við að þær lausnir verði kynntar fljótlega.
Ég óska ykkur öllum góðrar helgar, hvort heldur þið standið vaktina eða hlaðið batteríin!
Tólfta janúar tók ég fyrstu skóflustungu að húsi fyrir jáeindaskanna sem Íslensk erfðagreining færir landsmönnum að gjöf. Byggingin rís við húsnæði skyldrar starfsemi við Hringbraut og áætlað er að jáeindaskanninn verði kominn í notkun í lok ársins. Tilkoma jáeindaskanna er bylting í greiningu og meðferð vissra erfiðra sjúkdóma hér á landi. Sömuleiðis skiptir jáeindaskanninn miklu í áframhaldandi uppbyggingu rannsóknar- og vísindastarfs á Landspítala og Íslandi (nánar á myndbandinu).
Áfram er mikið álag á öllum deildum spítalans. Sameiginlegir stöðumatsfundir á degi hverjum eru farnir að skila árangri og við erum enn að móta verklagið í kringum þá. Þrátt fyrir að allir leggist á eitt þá gengur áfram hægt að útskrifa suma fullmeðhöndlaða sjúklinga. Þetta gildir einkum um þá sem hafa fengið færni- og heilsumat og þá sem bíða endurhæfingar. Það er afar mikilvægt fyrir þessa einstaklinga að komast sem fyrst í viðeigandi þjónustu þar sem þörfum þeirra er mætt á fullnægjandi hátt. Slíka þjónustu er ekki að fá á bráðadeildum Landspítala þar sem nú bíða tugir einstaklinga. Það er ekki viðunandi staða. Við myndum að lágmarki vilja geta boðið þessum hópi þjónustu á borð við þá góðu þjónustu sem við veitum þeim einstaklingum sem nú bíða hjúkrunarrýmis á biðdeild okkar á Vífilsstöðum. Því var afar ánægjulegt að heyra fréttir af uppbyggingu hjúkrunarheimila, samhliða því að við eigum nú í mjög markvissum viðræðum við velferðarráðuneytið um úrlausnir til skemmri tíma. Þar er unnið fljótt og vel og bind ég vonir við að þær lausnir verði kynntar fljótlega.
Ég óska ykkur öllum góðrar helgar, hvort heldur þið standið vaktina eða hlaðið batteríin!
Páll Matthíasson