Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að fjalla um ís svona rétt eftir jól og áramót en samt.... ísgerðarmenn frá Joylato ísbúðinni í Kópavogi komu á leikstofu Barnaspítala Hringsins 30. desember 2015 og var vel fagnað.
Joylato ísinn er úr lífrænum eða íslenskum hráefnum og alls konar mjólk notuð í hann; möndlumjólk, kasjúmólk, kókosmjólk eða kúamjólk frá Erpsstöðum. Til að frysta ísinn er notaður N2 fljótandi köfnunarefni og það vakti athygli unga fólksins þegar gestirnir sýndu hvernig það er gert.