Kiwanisklúbburinn Katla færði leikstofu Barnaspítala Hringsins nú í ársbyrjun 2016 hvítar einkennalausar taudúkkur, eins og hann hefur gert í 18 ár. Farið var að gera svona taudúkkur í Ástralíu tveimur árum fyrr en nú er þær að finna á barnaspítölum víða um heim.
Fyrstu árin saumuðu eiginkonur Kiwanismanna taudúkkurnar heima hjá sér en nú borga þeir vernduðum vinnustöðum fyrir saumaskapinn. Kiwanismennirnir útvega starfsfólkinu efnið og greiða því síðan fyrir vinnuna. Börnin á Barnaspítalanum skapa sinn spítalavin með því að teikna á dúkkurnar með tautússlitum, vinurinn fylgir þeim svo innan veggja spítalans og útskrifast með þeim heim.
Mynd: Sigurbjörg A. Guttormsdóttir, Bjarni Ásberg Þorkelsson sem verður 7 ára 16. janúar, Gróa Gunnarsdóttir og Kiwanismennirnir, Gísli St. Skarphéðinsson og Ágúst Elvar Almy.