Batamiðstöðin á Kleppi var opnuð formlega 21. desember 2015 að viðstöddum aðstandendum WOW Cyclothon hjólreiðakeppninnar, liðsmönnum Hjólakrafts og fjölda annarra gesta.
Keppendur í WOW Cyclothon söfnuðu fé til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítala Kleppi.
WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin, sem fram fór síðastliðið sumar, gekk vonum framar í blíðskaparveðri nær allan hringveginn. Aldrei hafa jafn margir keppendur tekið þátt en u.þ.b. þúsund manns hjóluðu hringinn sem þýðir að keppnin er orðin stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi og samkvæmt Matthias Ebert, sem vann einstaklingskeppnina, er WOW Cyclothon ein stærsta „Ultra Cycling“ keppni í heimi miðað við fjölda þátttakenda.
Keppendur í WOW Cyclothon söfnuðu 21.728.250 krónum til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvarinnar sem er mun meira en í fyrra en þá söfnuðust um 15 milljónir. Hjólakraftsliðin fjögur unnu áheitasöfnunina og söfnuðu samtals 1.034.500 krónum en lið MP banka kom fast á hæla þeirra og safnaði 1.021.000 krónum.
Markmiðið var ekki eingöngu að hjóla til sigurs heldur einnig að styðja gott málefni. Í fyrra fór söfnunarféð til styrktar tækjakaupum fyrir bæklunarskurðdeild Landspítala. Söfnunarfénu verður núna varið til að byggja upp aðstöðu til hreyfingar á Kleppi og til að ráða íþróttafræðing að leiða verkefnið.
Batamiðuð þjónusta er vel á veg komin á Kleppi og er Batamiðstöðin einn liður í því að bæta þá þjónustu. Batamiðstöðin er ört vaxandi og eru þeir liðir sem í boði eru innan hennar orðnir hátt í tuttugu talsins. Allt er það elju starfsfólks og þeim stuðningi sem WOW Cyclothon hefur sýnt að þakka hve ört hún hefur vaxið. Nú geta skjólstæðingar Klepps valið um ýmis virknitengd úrræði þar sem hreyfing er í forgrunni.
Hreyfing hefur jákvæð áhrif á geðræn einkenni og því er mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu úrræða á geðsviði Landspítala sem gerir skjólstæðingum kleift að stunda líkamsrækt sér til heilsubótar og aukinna lífsgæða en rannsóknir benda til þess að stór hluti sjúklinga með geðræn veikindi hreyfi sig lítið, neyti óhollari fæðu, reyki meira og lifi almennt óheilsusamlegra lífi en heilbrigðir einstaklingar sem leiðir til aukins algengis lífsstílstengdra sjúkdóma og stórskertra lífsgæða.
Batamiðstöð er tilraunaverkefni til þriggja ára og krefst þess að ráðnir séu tveir íþróttafræðingar auk þess sem þarf að byggja upp aðstöðu til hreyfingar á Kleppi. Rafn Haraldur Rafnsson íþróttafræðingur var fenginn til að leiða verkefnið en vonast er til að það skili sér í bættum lífsstíl með lækkun á kostnaði fyrir notendur sjálfa, t.d. lækkun á lyfjakostnaði og fyrir samfélagið í heild. Fyrst og fremst eykur Batamiðstöð lífsgæði notenda geðsviðs sem er aðalhvatinn að baki verkefninu. Reynslan hefur sýnt að með hreyfingu hafa geðsjúkir fengið skjótari bata og geta tekið fyrr þátt í samfélaginu t.d. með atvinnuþátttöku. „Öll þekkjum við hve fjölþætt vægi hreyfingar er fyrir almenna heilsu fólks og andlega vellíðan. Á það einnig við um fólk með geðraskanir. Reynslan sýnir að einstaklingar með geðklofa sem stunda líkamsrækt eiga oft auðveldara með að hafa stjórn á einkennum sjúkdómsins,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.
„Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing skiptir sköpum fyrir lífsgæði fólks. Fólk með geðfötlun á þó því miður oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu á sama tíma og það glímir við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika. Aðstoð við það getur því skipt sköpum í lífi fólks. Að veita hverjum og einum þann stuðning sem til þarf, ráðgjöf og val um ólíkar leiðir til heilsueflingar tryggir aukin lífsgæði og er því lykilatriði í öflugri og persónumiðaðri geðheilbrigðiþjónustu. Það hefur sýnt sig að styrkur WOW Cyclothon til þessa verkefnis er ómetanlegur,“ segir Hjalti Einarsson, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala.
Keppendur í WOW Cyclothon söfnuðu fé til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvar á geðsviði Landspítala Kleppi.
WOW Cyclothon hjólreiðakeppnin, sem fram fór síðastliðið sumar, gekk vonum framar í blíðskaparveðri nær allan hringveginn. Aldrei hafa jafn margir keppendur tekið þátt en u.þ.b. þúsund manns hjóluðu hringinn sem þýðir að keppnin er orðin stærsti einstaki hjólreiðaviðburður á Íslandi og samkvæmt Matthias Ebert, sem vann einstaklingskeppnina, er WOW Cyclothon ein stærsta „Ultra Cycling“ keppni í heimi miðað við fjölda þátttakenda.
Keppendur í WOW Cyclothon söfnuðu 21.728.250 krónum til styrktar uppbyggingu Batamiðstöðvarinnar sem er mun meira en í fyrra en þá söfnuðust um 15 milljónir. Hjólakraftsliðin fjögur unnu áheitasöfnunina og söfnuðu samtals 1.034.500 krónum en lið MP banka kom fast á hæla þeirra og safnaði 1.021.000 krónum.
Markmiðið var ekki eingöngu að hjóla til sigurs heldur einnig að styðja gott málefni. Í fyrra fór söfnunarféð til styrktar tækjakaupum fyrir bæklunarskurðdeild Landspítala. Söfnunarfénu verður núna varið til að byggja upp aðstöðu til hreyfingar á Kleppi og til að ráða íþróttafræðing að leiða verkefnið.
Batamiðuð þjónusta er vel á veg komin á Kleppi og er Batamiðstöðin einn liður í því að bæta þá þjónustu. Batamiðstöðin er ört vaxandi og eru þeir liðir sem í boði eru innan hennar orðnir hátt í tuttugu talsins. Allt er það elju starfsfólks og þeim stuðningi sem WOW Cyclothon hefur sýnt að þakka hve ört hún hefur vaxið. Nú geta skjólstæðingar Klepps valið um ýmis virknitengd úrræði þar sem hreyfing er í forgrunni.
Hreyfing hefur jákvæð áhrif á geðræn einkenni og því er mikilvægt að leggja áherslu á uppbyggingu úrræða á geðsviði Landspítala sem gerir skjólstæðingum kleift að stunda líkamsrækt sér til heilsubótar og aukinna lífsgæða en rannsóknir benda til þess að stór hluti sjúklinga með geðræn veikindi hreyfi sig lítið, neyti óhollari fæðu, reyki meira og lifi almennt óheilsusamlegra lífi en heilbrigðir einstaklingar sem leiðir til aukins algengis lífsstílstengdra sjúkdóma og stórskertra lífsgæða.
Batamiðstöð er tilraunaverkefni til þriggja ára og krefst þess að ráðnir séu tveir íþróttafræðingar auk þess sem þarf að byggja upp aðstöðu til hreyfingar á Kleppi. Rafn Haraldur Rafnsson íþróttafræðingur var fenginn til að leiða verkefnið en vonast er til að það skili sér í bættum lífsstíl með lækkun á kostnaði fyrir notendur sjálfa, t.d. lækkun á lyfjakostnaði og fyrir samfélagið í heild. Fyrst og fremst eykur Batamiðstöð lífsgæði notenda geðsviðs sem er aðalhvatinn að baki verkefninu. Reynslan hefur sýnt að með hreyfingu hafa geðsjúkir fengið skjótari bata og geta tekið fyrr þátt í samfélaginu t.d. með atvinnuþátttöku. „Öll þekkjum við hve fjölþætt vægi hreyfingar er fyrir almenna heilsu fólks og andlega vellíðan. Á það einnig við um fólk með geðraskanir. Reynslan sýnir að einstaklingar með geðklofa sem stunda líkamsrækt eiga oft auðveldara með að hafa stjórn á einkennum sjúkdómsins,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala.
„Það dylst engum að góð líkamleg heilsa og hreyfing skiptir sköpum fyrir lífsgæði fólks. Fólk með geðfötlun á þó því miður oft erfitt með að huga að sinni líkamlegu heilsu á sama tíma og það glímir við mikla geðræna og tilfinningalega erfiðleika. Aðstoð við það getur því skipt sköpum í lífi fólks. Að veita hverjum og einum þann stuðning sem til þarf, ráðgjöf og val um ólíkar leiðir til heilsueflingar tryggir aukin lífsgæði og er því lykilatriði í öflugri og persónumiðaðri geðheilbrigðiþjónustu. Það hefur sýnt sig að styrkur WOW Cyclothon til þessa verkefnis er ómetanlegur,“ segir Hjalti Einarsson, verkefnastjóri á geðsviði Landspítala.
Batamiðstöðin á Kleppi formlega opnuð. Aðstandendur Wow Cyclothon hjólreiðakeppninnar og liðsmenn Hjólakrafts ásamt stjórnendum á Landspítala.
Myndin fyrir ofan: Pálmi Guðlaugsson frá Hjólakrafti klippti á borðann og opnaði Batamiðstöðina á Landspítala Kleppi formlega 21. desember 2015