„Þegar ég byrjaði í sjúkraliðanáminu mínu sá ég margt og mikið og langaði alltaf til þess að gera einhvert góðverk,“ segir Sonja Lára Axelsdóttir sem kom á Barnaspítala Hringsins í fylgd jólasveinsins 22. desember 2015. Sá fór um, spjallaði við börnin og færði þeim gjafir. Jólasveininum var ákaflega vel tekið enda var hann ræðinn, fyndinn og skemmtilegur í meira lagi. Börnin voru samt róthneyksluð á því að hann notaði uppþvottabursta til að bursta tennurnar!! Og svo sama burstann til að klóra hreindýrinu!!
„Ég ákvað að gera góðverk árið 2013“, heldur Sonja Lára áfram. „Ég hugsaði mikið um hvað mig langaði að gera og ákvað að mig langaði mest til þess að gleðja hetjurnar sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins. Ég fékk pabba í lið með mér en hann þekkir vel Kertasníki Leppalúðason. Þetta var svo frábær upplifun að við ákváðum að gera þetta árlega saman. Síðan fórum við aftur árið 2014 og enn núna. Sjálf legg ég til og kaupi litla pakka fyrir jólasveininn að gefa börnunum og gleðja þau.“
Sonja Lára lætur þetta ekki nægja heldur færir starfsmönnunum líka gjafakörfu„ ...því starfsmenn á barnaspítalanum eru algjörar hetjur. Í körfuna hef ég fengið góðgæti með styrk frá Nóa Siríus og Kólus. “
Sonja Lára Axelsdóttir ætlar að vinna í heilbrigðisþjónustu í framtíðinni. „Ég útskrifaðist sem sjúkraliði og stúdent í síðustu viku og ætla sko að halda áfram í einhverju sem tengist heilbrigðisstarfi.“
Sonja Lára vann að sönnu góðverk á barnaspítalanum. „En ég gæti aldrei gert þetta ein. Allt honum Kertasníki að þakka sem er algjörlega frábær og nær vel til barnanna. Takk fyrir að leyfa okkur að koma og svo heitir pabbi Lárus Axel Sigurjónsson!“
„Ég ákvað að gera góðverk árið 2013“, heldur Sonja Lára áfram. „Ég hugsaði mikið um hvað mig langaði að gera og ákvað að mig langaði mest til þess að gleðja hetjurnar sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins. Ég fékk pabba í lið með mér en hann þekkir vel Kertasníki Leppalúðason. Þetta var svo frábær upplifun að við ákváðum að gera þetta árlega saman. Síðan fórum við aftur árið 2014 og enn núna. Sjálf legg ég til og kaupi litla pakka fyrir jólasveininn að gefa börnunum og gleðja þau.“
Sonja Lára lætur þetta ekki nægja heldur færir starfsmönnunum líka gjafakörfu„ ...því starfsmenn á barnaspítalanum eru algjörar hetjur. Í körfuna hef ég fengið góðgæti með styrk frá Nóa Siríus og Kólus. “
Sonja Lára Axelsdóttir ætlar að vinna í heilbrigðisþjónustu í framtíðinni. „Ég útskrifaðist sem sjúkraliði og stúdent í síðustu viku og ætla sko að halda áfram í einhverju sem tengist heilbrigðisstarfi.“
Sonja Lára vann að sönnu góðverk á barnaspítalanum. „En ég gæti aldrei gert þetta ein. Allt honum Kertasníki að þakka sem er algjörlega frábær og nær vel til barnanna. Takk fyrir að leyfa okkur að koma og svo heitir pabbi Lárus Axel Sigurjónsson!“