Starfsfólkið á móttökugeðdeild 33C á Landspítala kom saman til aðventustundar 21. desember 2015. Tækifærið var gripið og tekin þessi þá líka fín mynd af því.
Það er lítil hætta á því að þetta fólk fari í jólaköttinn. Þarna var skartað nýrri flík sem verður sjálfsagt einkennisbúnaður starfsfólk deildarinnar á aðventu jóla framvegis. Ekki jólapeysa heldur öllu frekar jólaskyrta eða jólatreyja. En það var að minnsta kosti ástæða til að brosa breitt á góðri stund í nýjum fötum.