Félag löggiltra endurskoðenda hefur fært hjartadeild Landspítala og Hjartagátt 1 milljón króna að gjöf til tækjakaupa. Tilefnið er 80 ára afmæli félagsins á þessu ári. Margrét Pétursdóttir, formaður félagsins, og Sigurður Arnþórnsson, framkvæmdastjóri þess, afhentu gjöfin á hjartadeild 14EG þriðjudaginn 22. desember 2015. Fénu verður varið til að kaupa búnað í þágu velferðar hjartasjúklinga og bættrar aðstöðu og umönnunnar.
Mynd: Félag löggiltra endurskoðenda gaf hjartadeildum á Landspítala 1 milljón króna í desember 2015 – Margrét Pétursdóttir, formaður félagsins, Karl Andersen, yfirlæknir Hjartagáttar, Björg Sigurðardóttir, deildarstjóri Hjartagáttar, Sigurður Arnþórsson, framkvæmdastjóri Félags löggiltra endurskoðenda, Olga Bjarnadóttir, aðstoðardeildarstjóri hjartadeildar 14EG og Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartadeildar 14EG.