Það hafa verið nokkrir La-z-boy stólar í notkun á fæðingarvakt 23B en þeir voru farnir að láta á sjá eftir mikla notkun. Stólana gaf Húsgagnahöllin þáverandi fæðingardeild á sínum tíma. Nýir stóla leysa þá gömlu af hólmi núna.
Húsgagnahöllin er 50 ára á þessu ári. Eigendurnir ákváðu að minnast þeirra tímamóta með stólagjöfinni. Andvirði La-z-boy stólanna 9 nemur tæpum tveimur milljónum króna.
Mynd: Húsgagnahöllin gaf fæðingarvakt 23B 9 La-z-boy stóla - Valgeir Ólafsson verslunarstjóri, eigendurnir Egill Reynisson og Gauti Reynisson, Anna S. Vernharðsdóttir deildarstjóri og Edda Sveinsdóttir ljósmóðir.