Skurðarborð fyrir börn eru minni en skurðarborð fyrir fullorðna, bæði mjórri og styttri. Minni skurðarborð gera starfsfólki auðveldara að athafna sig og auka þar með öryggi í aðgerð. Slík skurðarborð hafa ekki verið til í Fossvogi þar sem eru um 700 aðgerðir á börnum árlega. Við Hringbraut hefur hins vegar verið til skurðarborð fyrir börn en nauðsynlegt þótti að fá nýtt um leið og önnur skurðarborð þar voru endurnýjuð. Við Hringbraut eru um 600 aðgerðir á börnum árlega.
Með skurðarborðunum tveimur fylgir kerra sem er notuð til þess að færa þau á hvaða skurðstofu sem er á hvorum stað.
Mynd: Hringskonur gáfu barnaskurðarborð á skurðstofur í Fossvogi - Á myndinni fyrir ofan festir Sonja Egilsdóttir, formaður Hringsins, gjafamerki félagsins á skurðarborðið