Aumingja jólasveininum leið ekki alltof vel þegar hann birtist á jólastundinni á barnaspítalanum í sjúkrarúmi en hann fékk góða umönnun og hresstist fljótt.
Þetta er árlegur viðburður og ýmislegt gert til að létta lund.Til dæmis kemur alltaf hljómsveit. Þórir leikur á hljómborð og Viðar er gítarleikari og söngvari. Þeir hafa komið undanfarin 5 ár og haldið uppi fjörinu á jólastundinni. Þarna var líka Guðrún grunnskólakennari með Emmu sína.
Jólasveinninn mætti auðvitað ásamt meðhjálparanum Vigfúsi presti á barnaspítalanum. Sveinka veitti nú ekki af hjálpinni því hann var eitthvað slappur og það þurfti að rúlla honum inn í sjúkrarúmi!
Hringskonur buðu svo á eftir upp á heitt súkkulaði, rjóma og meðlæti.