Landspítali hefur ásamt fjölmörgum fyrirtækjum og stofnunum undirritað yfirlýsingu um aðgerðir í loftslagsmálum, í kjölfar samkomulags þjóða heims á Parísarráðstefnunni um loftslagsmál. Yfirlýsingin var birt 16. desember 2015.
Stjórnvöld um allan heim sameinuðust um að berjast gegn loftslagsbreytingum með því að samþykkja Paríarsamkomulagið á COP21 sem gert var nú í desember 2015. Samkomulagið er fyrsti lagalega bindandi samningur um loftslagsmál sem mun hafa áhrif á þróun og hagvöxt í framtíðinni og stuðla að sjálfbærari framtíð.
Nú hafa borgir, svæði, fyrirtæki og fjárfestar, fulltrúar um 150 milljóna manna og fjármagns alls staðar að úr heiminum, lofað að hjálpa til við að innleiða fljótt og vel Parísarsamkomulagið og hraða þannig aðgerðum til að draga verulega úr loftslagsbreytingum.