Innkeyrsla að Landspítala frá Barónsstíg verður lokuð frá þriðjudegi 15. desember 2015 vegna jarðvegsframkvæmda í aðdraganda byggingar nýs sjúkrahótels. Til júní 2016 verður svæðið norðan kvennadeilda, aðalinngangs og K-byggingar afgirt og lokað. Það þýðir meðal annars að ekki verður hægt að nota aðalinngang K-byggingar.
- Núverandi innkeyrslu að Landspítala Hringbraut frá Barónsstíg verður lokað alveg. Ný innkeyrsla verður opnuð á árinu 2016 lítið eitt ofar við Barónsstíg.
- Inngangur að K-byggingu (útitröppur) verður lokaður þar til í júní 2016. Í staðinn þarf að fara um aðalinngang Landspítala (Kringluna) eða um Eiríksgötuinngang.
- Í stað gjaldskyldra bílastæða við K-byggingu og kvennadeildahús hefur bílastæðum verið fjölgað neðan við aðalinngang.
- Öll bílastæði verða gjaldskyld neðan aðalinngangs spítalans (Kringlunnar) og að gangstígnum sem liggur upp að miðri aðalbyggingunni.