Kynningarbæklingur um framkvæmdir vegna byggingar sjúkrahótels hefur verið sendur íbúum í nágrenni við Landspítala Hringbraut og liggur einnig frammi á spítalanum.
Í bæklingnum er gerð grein fyrir umfangi framkvæmdanna og hvaða röskun verður á umferð akandi og gangandi vegna þeirra.
Hluti af jarðvegsframkvæmdum felst í því að borað er í berglög sem verða síðan losuð með sprengingum eða fleygun. Unnið verður í samræmi við reglur um sprengiframkvæmdir í jarðvinnu innan þéttbýlis. Því er nánar lýst í bæklingnum.Nýja sjúkrahótelið rís norðan kvennadeildahúss.
Framkvæmdir eru hafnar og standa yfir ti hausts til hausts 2017 þegar húsið verður fullbúið og lóðin frágengin.
Framkvæmdir eru hafnar og standa yfir ti hausts til hausts 2017 þegar húsið verður fullbúið og lóðin frágengin.
Mikil röskun verður á umferð akandi og gangandi á lóðinni norðanverðri vegna þessa.
Nánar um það hér.