Samþykkt af hjúkrunarráði Landspítala
9. desember 2015
9. desember 2015
Ályktun hjúkrunarráðs Landspítalans um sýknun hjúkrunarfræðings af ákæru um manndráp af gáleysi
Stjórn hjúkrunarráðs Landspítala lýsir yfir miklum létti yfir því að einn af hjúkrunarfræðingum ráðsins hafi verið verið sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, 9. desember. Ráðið hefur ítrekað bent á hversu ótryggt starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga sé og að erfitt sé að tryggja öryggi sjúklinga vegna álags. Ákæra á hendur hjúkrunarfræðingi og starfsmanni Landspítala var ósanngjörn þar sem um röð atvika og marg umræddan kerfisvanda var að ræða. Dómsmálið hefur breytt vinnuumhverfi heilbrigðisstarfsfólks á Íslandi og valdið óöryggi meðal hjúkrunarfræðinga.Hjúkrunarráð lýsir ánægju með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur og vonast til að þetta erfiða mál muni auka skilning á raunverulegum vanda heilbrigðiskerfisins, leiða til umbóta og hvetja til opinnar öryggismenningar.
Hjúkrunarráð harmar að hún hafi þurft að ganga í gegnum þessa hörmulegu lífsreynslu. Hugur okkar er hjá henni.