Kæra samstarfsfólk!
Vikan hefur ekki verið tíðindalaus.
Það er langtímaverkefni að bæta undirfjármögnun til áratuga. Því verkefni verður best mætt með því að bæta fjármögnunarmódel spítalans þannig að fé fylgi verkefnum. Launabætur eiga að vera í samræmi við útborguð laun og fé til viðhalds bygginga í samræmi við þörf. Slíkar kerfisbreytingar munu taka tíma enda hugsaðar til lengri framtíðar. Til skemmri tíma er afar mikilvægt að halda til haga þeim vanda sem við blasir í fjármögnun spítalans árið 2016 enda þurfum við að hafa burði til að sinna skyldu okkar sem þjóðarsjúkrahús á meðan við búum okkur til framtíðar.
Þetta er gömul saga og ný og minnir enn á mikilvægi þess að byggja upp innviði þjóðarsjúkrahússins, bæði varðandi viðhald en þó enn frekar þegar kemur að nýjum Landspítala og haga fjármögnun Landspítala þannig að hún sé alltaf rétt og í samræmi við verkefnin.
>hr<
Vikan hefur ekki verið tíðindalaus.
Ánægjulegt var að veita hvatningastyrki vísindasjóðs Landspítala (sjá einnig myndbandið) þremur burðarstólpum vísinda á spítalanum. Réttar- og öryggisgeðdeild Landspítala birti líka mjög skemmtilegt og fræðandi myndband, þótt þar væri einnig vakin athygli á þeim vanda sem skapast vegna skorts á viðeigandi úrræðum þegar fólk hefur náð sér og er tilbúið til að útskrifast með stuðningi. Þá er gaman að segja frá því að góður árangur hefur náðst í bólusetningum starfsfólks en a.m.k. 3.100 starfsmenn eru nú bólusettir við inflúensu. Ég vil ítreka mikilvægi bólusetningar, hún er vörn fyrir okkur sjálf en ekki síður fyrir sjúklingana sem við sinnum. - Það er enn hægt að láta bólusetja sig.
Áhyggjur okkar af fjárlagafrumvarpi næsta árs og fjármögnun spítalans til lengri tíma komumst rækilega til skila í umræðum í vikunni. Tillaga heilbrigðisráðherra um að láta gera athugun á fjárhagsgrunni Landspítala er mikilvæg og skynsamleg leið til að mæta þeim áhyggjum okkar sem lúta að langtímafjármögnun. Með því móti er hægt að sjá hvað rekstur spítalans kostar í samanburði við svipaða spítala í nágrannalöndum. Við vitum að árangur Landspítala er á mörgum sviðum framúrskarandi en rekstrarkostnaður óvenju lágur og fögnum við því að farið sé að skoða tölurnar.
Það er langtímaverkefni að bæta undirfjármögnun til áratuga. Því verkefni verður best mætt með því að bæta fjármögnunarmódel spítalans þannig að fé fylgi verkefnum. Launabætur eiga að vera í samræmi við útborguð laun og fé til viðhalds bygginga í samræmi við þörf. Slíkar kerfisbreytingar munu taka tíma enda hugsaðar til lengri framtíðar. Til skemmri tíma er afar mikilvægt að halda til haga þeim vanda sem við blasir í fjármögnun spítalans árið 2016 enda þurfum við að hafa burði til að sinna skyldu okkar sem þjóðarsjúkrahús á meðan við búum okkur til framtíðar.
Snjókoma og veðrabrigði síðustu daga hafa reynt óvenju mikið á húsakost. Við erum óþægilega minnt á það að viðhald húsa hefur setið á hakanum allt of lengi vegna undirfjármögnunar. Sjúklingar, bæði á Grensási og í húsi geðdeildar við Hringbraut, vöknuðu við það að vatn fossaði niður um sprungur og göt í loftum. Ég heimsótti Grensás í morgun og sá að ástandið er mjög erfitt. Í báðum tilfellum er um að ræða óvenjulegt álag en jafnframt húsnæði sem löngu er tímabært að laga. Fjármagn til viðhalds húsakosts spítalans hefur verið takmarkað og ekki unnt að að sinna viðhaldi í tíma. Því bíður okkar nú kostnaðarsamt neyðarviðhald sem verður þá að koma af fé sem ætlað var til annarra mikilvægari (en minna áríðandi) verkefna.
Þetta er gömul saga og ný og minnir enn á mikilvægi þess að byggja upp innviði þjóðarsjúkrahússins, bæði varðandi viðhald en þó enn frekar þegar kemur að nýjum Landspítala og haga fjármögnun Landspítala þannig að hún sé alltaf rétt og í samræmi við verkefnin.
Hafið það gott um helgina hvort heldur þið standið vaktina eða hlaðið batteríin!
Páll Matthíasson