Á nýjum vef iðjuþjálfunar á Landspítala eru ítarlegar upplýsingar um starf iðjuþjálfa á deildum spítalans. Aðal markmið iðjuþjálfunar er að virkja fólk til að taka þátt í athöfnum daglegs lífs. Lögð er áhersla á að efla heilsu og vellíðan í gegnum iðju.
Á vefnum eru upplýsingar um starf iðjuþjálfa í Fossvogi og við Hringbraut, á Grensási, BUGL, Landakoti og í geðendurhæfingu.