Tæplega helmingur allra 14 sjúklinga á réttar- og öryggisgeðdeildum Landspítala er búinn að ná nægilega góðri heilsu til og að útskrifast af spítalanum en ónæg búsetuúrræði koma í veg fyrir það. Viðeigandi húsnæði fyrir þessa einstaklinga er ekki fyrir hendi í dag. Þetta kemur fram í máli Guðmundar Sævars Sævarssonar, deildarstjóra öryggis- og réttargeðdeildarþjónustu Landspítala, í meðfylgjandi myndbandi þar sem hann kynnir starfsemi deildanna.