Haldið var upp á 20 ára afmæli minnismóttökunnar á Landakoti föstudaginn 6. nóvember 2015. Boðið var ýmsum samstarfsaðilum í gegnum tíðina ásamt samstarfsfólki á Landakoti.
Afmælishátiðin byrjaði á 6. hæðinni á Landakoti þar sem Pálmi V. Jónsson yfirlæknir sagði nokkur orð. Síðan hélt Jón G. Snædal yfirlæknir minnismóttökunnar erindi, „Minnismóttaka, hugmyndafræði og reynsl“. Því næst hélt Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir erindi um reynslu sína af að vinna á minnismóttöku í Svíþjóð. Að þessu loknu var farið niður á 3. hæð og hlustað á kór eldri borgara, „Söngfuglana“, syngja nokkur lög undir stjórn Krisztina Kalló Szklenár. Öllum var svo boðið að þiggja veitingar á gönguedeild L1.