Árlega er fylgst með árangri Landspítala á sviði umhverfismála.
Skoðað er hvort miði í rétta átt eða hvort grípa þurfi til aðgerða.
Grænar lykiltölur fyrir árið 2014 (pdf)
Grænar lykiltölur fyrir árið 2014 (pdf)
- Losun á koltvísýringi minnkaði um 9,3% á árinu, munar þar mestu um minni notkun á glaðlofti.
- Mikil aukning í vistvænum innkaupum, t.d. 28 vistvænar verðfyrirspurnir.
- Endurvinnsla úrgangs jókst í 25% árið 2014. Munar þar miklu um bláa flokkinn, pappír.
- 108 tonn af pappír og pappa voru endurunnin á árinu sem er áttföld aukning á bláa flokknum.
- Rafmagnsnotkun jókst um 5,6% á árinu.
- Heita vatnsnotkun dróst saman um 9,3% á árinu.
- Góð þátttaka starfsmanna í samgöngusamningnum, yfir sumartímann voru 28% starfsmanna með samning.
- Spítalinn fékk Samgönguverðlaun Reykjavíkurborgar og Hjólaskálina.
Umhverfismál á Landspítala