Norræn rannsókn sem læknar á Landspítala stýrðu sýnir að 85% sjúklinga lifa bráðar kransæðahjáveituaðgerðir og 79% eru lifandi 5 árum eftir aðgerð. Rannsóknin birtist í hinu virta vísindariti European Journal of Cardiothoracic Surgery og kallast The Nordic-Emergceny/Salvage (NES) CABG study: Is emergency and salvage coronary artery bypass grafting justified? Þetta er ein stærsta rannsókn sinnar tegundar sem gerð hefur verið og er hluti af doktorsverkefni Tómasar A. Axelssonar læknis við læknadeild HÍ.
Leiðbeinandi hans er Tómas Guðbjartsson prófessor sem jafnframt stýrði rannsókninni.
Rannsóknin náði samtals til 614 sjúklinga á fjórum háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndum; Gautaborg, Turku, Tampere og Reykjavík. Mjög hefur skort á rannsóknir á árangri kransæðahjáveituaðgerða sem oft eru gerðar við erfiðar aðstæður á veikum sjúklingum.
Kransæðahjáveituaðgerð er algengasta hjartaðagerð sem framkvæmd er á Vesturlöndum (70% þeirra), og eru árlega gerðar í kringum 150 slíkar aðgerðir á Íslandi. Við aðgerðina er notast við hjarta- og lungnavél og æðagræðlingar tengdir framhjá stíflum í kransæðum til að bæta blóðflæði til hjartans. Aðgerðin er langoftast gerð sem valaðgerð og sjúklingarnir undirbúnir með góðum fyrirvara. Suma sjúklinga þarf þó að taka brátt í aðgerð, jafnvel beint eftir komu á sjúkrahús. Oftast er um að ræða sjúklinga með hjartaáfall þar sem ekki tekst að víkka stíflaða kransæð við hjartaþræðingu eða sjúklinga sem þurfa hjartahnoð og eru í losti eftir stórt hjartadrep.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna mjög góðan árangur þar sem margir þessara sjúklinga eru í bráðri lífshættu við komu á sjúkrahús. Niðurstöðurnar eru hvetjandi fyrir þá sem koma að meðferð þessara sjúklinga, og hún undirstrikar mikilvægi þess að boðið sé upp á flókna meðferð eins og hjáveituuaðgerðir allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, líkt og gert hefur verið á Landspítala.
Leiðbeinandi hans er Tómas Guðbjartsson prófessor sem jafnframt stýrði rannsókninni.
Rannsóknin náði samtals til 614 sjúklinga á fjórum háskólasjúkrahúsum á Norðurlöndum; Gautaborg, Turku, Tampere og Reykjavík. Mjög hefur skort á rannsóknir á árangri kransæðahjáveituaðgerða sem oft eru gerðar við erfiðar aðstæður á veikum sjúklingum.
Kransæðahjáveituaðgerð er algengasta hjartaðagerð sem framkvæmd er á Vesturlöndum (70% þeirra), og eru árlega gerðar í kringum 150 slíkar aðgerðir á Íslandi. Við aðgerðina er notast við hjarta- og lungnavél og æðagræðlingar tengdir framhjá stíflum í kransæðum til að bæta blóðflæði til hjartans. Aðgerðin er langoftast gerð sem valaðgerð og sjúklingarnir undirbúnir með góðum fyrirvara. Suma sjúklinga þarf þó að taka brátt í aðgerð, jafnvel beint eftir komu á sjúkrahús. Oftast er um að ræða sjúklinga með hjartaáfall þar sem ekki tekst að víkka stíflaða kransæð við hjartaþræðingu eða sjúklinga sem þurfa hjartahnoð og eru í losti eftir stórt hjartadrep.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna mjög góðan árangur þar sem margir þessara sjúklinga eru í bráðri lífshættu við komu á sjúkrahús. Niðurstöðurnar eru hvetjandi fyrir þá sem koma að meðferð þessara sjúklinga, og hún undirstrikar mikilvægi þess að boðið sé upp á flókna meðferð eins og hjáveituuaðgerðir allan sólarhringinn, alla daga vikunnar, líkt og gert hefur verið á Landspítala.