Landakot er fyrst til að taka nýju rúmin í notkun en alls verður um 400 rúmum skipt út. Brýn þörf var á endurnýjun fjölda rúma sem mörg hver eru hálfrar aldar gömul. Nýju rúmin eru lækningatæki sem eru útbúin flóknum búnaði sem eykur öryggi sjúklinga og bætir aðstöðu starfsfólks til muna.
Næst verður gömlum rúmum skipt út í Fossvogi og á kvennadeildum og geðdeildum við Hringbraut þar sem aðstæður eru sérlega slæmar en m.a. hefur þar verið notast við bedda og svefnsófa.
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, skoðaði í vikunni nýju rúmin á Landakoti líkt og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.