Um er að ræða samstarf Laugarássinn og Austurbrúnar 6 sem er íbúðakjarni á vegum Reykjavíkurborgar í þjónustu við fatlað fólk á heimili sínu.
Laugarásinn - meðferðargeðdeild býður upp á sérhæfða meðferð fyrir fólk á aldrinum 18-30 ára með byrjandi geðrofssjúkdóm. Í Austurbrún 6 er unnið samkvæmt markmiðum í stefnu Reykjavíkurborgar að fatlað fólk fái þjónustu í samræmi við þarfir sínar og óskir. Sú þjónusta sé einstaklingsmiður, heildstæð og sveigjanleg með áherslu á valdeflingu og stuðning við sjálfstætt líf.
Samkvæmt samningnum, sem er tveggja ára tilraunaverkefni, er tekið upp náið samstarf Austurbrúnar 6 og Laugarássins sem felur í sér að velferðarsviðið útvegar tvær til þrjár íbúðir í samstarfi við Félagsbústaði og þjónustu frá íbúðakjarna. Lyfjaumsjón verður á ábyrgð Laugarássins og nauðsynleg fræðsla, handleiðsla og ráðgjöf fyrir starfsmenn Austurbrúnar 6.
Nánar í meðfylgjandi myndbandi þar sem rætt er við Magnús Ólafsson deildarstjóra, Helgu Magneu Þorbjarnardóttur iðjuþjálfa, Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Pál Matthíasson forstjóra.