Ólöf lauk námi frá læknadeild Háskóla Íslands í júní 2004. Hún lagði stund á klínískt sérnám í svæfingalækningum við Harvardháskóla 2007-2011 og klínískt undirsérnám í gjörgæslulækningum við Columbiaháskóla 2011-2012.
Ólöf hefur starfað sem svæfinga- og gjörgæslulæknir í Boston síðan 2012 og kom þar mest að svæfingum á æðaskurðdeild, heila- og taugaskurðdeild, bæklunarskurðdeild og fæðingardeild. Hún tók þar ríkan þátt í kennslu lækna í sérnámi í svæfingum, bæði með fyrirlestrum og verklegri kennslu. Auk þess vann Ólöf að gerð og innleiðingu nýrra gæðastaðla og verkferla sem stuðla að öryggi sjúklinga og starfsfólks.