Rík áhersla hefur verið lögð á straumlínustjórnun í rekstrinum frá 2011 þar sem öryggi sjúklinga og gæði þjónustunnar er til grundvallar. Að auki mun verkefnastofa og samskiptadeild heyra undir framkvæmdastjóraþróunar. Starfsemi Landspítala er Benedikt að góðu kunn en hann hefur verið aðstoðarforstjóri spítalans síðustu fimm ár.
Nýtt skipurit spítalans tekur gildi um næstu mánaðarmót en breytingar voru gerðar á því til að endurspegla aukna áherslu á framþróun og uppbyggingu. Við þessar breytingar verður starf aðstoðarforstjóra lagt niður og flytjast flest verkefni hans yfir til framkvæmastjóra þróunar.
Benedikt er fæddur árið 1961. Hann er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistarapróf í framkvæmdaverkfræði og verkefnastjórnun frá University of Washington í Seattle. Á árunum 2005 til 2009 var hann framkvæmdastjóri hjá Atorku hf. og þar áður framkvæmdastjóri Parlogis ehf.. Hann starfaði hjá Eimskip hf. frá árinu 1993 til 2004 sem forstöðumaður flutningamiðstöðvar í Sundahöfn, forstöðumaður innanlandsflutninga og síðast sem framkvæmdastjóri Eimskips í Hamborg.
Ráðning Benedikts er til 5 ára.