Árlega greinast um 160 einstaklingar með lungnakrabbamein hér á landi. Vaxandi hluti þessa hóps hefur ekki íslensku að móðurmáli. Mjög hefur skort á upplýsingar til þessa fólks og ættingja þeirra en fyrri útgáfur bæklingsins voru aðeins á íslensku. Markmiðið með útgáfunni er að allir sem greinast með lungnakrabbamein hér á landi fái bæklinginn í hendur við greiningu.
Í Lunc cancer bæklingnum er að finna upplýsingar um nýjungar í meðferð, bæði lyfja- og geislameðferð, en einnig framfarir í skurðaðgerðum. Einnig er lögð áhersla á reykingavarnir og hvernig hætta má reykingum en 90% lungnakrabbameins má rekja til reykinga.
Hægt er að nálgast bæklinginn á sjúklingafræðslusíðunni á vef Landspítala eða á vefnum www.lungnakrabbamein.is.
Tómas Guðbjartsson prófessor er ábyrgðarmaður og útgefandi bæklingsins en útgáfan var styrkt af Roche á Íslandi án skilyrða um innihald eða efnistök.