Landspítali leggur þannig sitt af mörkum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og lágmarka neikvæð umhverfisáhrif með markvissum aðgerðum. Með yfirlýsingunni skuldbindur spítalinn sig til að setja markmið:
1. Draga úr losun gróðurhúsalofttegunda
2. Minnka myndun úrgangs m.a. með því að nota minna af óendurvinnanlegu hráefni og umbúðum, endurvinna og endurnýta
3. Mæla árangurinn og gefa reglulega út upplýsingar um stöðu framangreindra þátta.
Í byrjun desember fer 21. loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna fram í París (COP21). Þar verður rammasamningur Sameinuðu þjóðanna vegna loftslagsbreytinga (UNFCCC) samþykktur með að markmiði að sporna við hnattrænni hlýnun og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Þjóðir heims hafa sett sér markmið um að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda og hefur Ísland, ásamt ríkjum Evrópusambandsins og fleirum, lýst yfir því að dregið verði úr losun um 40%.
Fyrirtæki um allan heim hafa í vaxandi mæli tekið skýra afstöðu í umhverfismálum og er nærtækt að nefna áskorun fyrirtækja frá 130 löndum þar sem kallað er eftir metnaðarfullum markmiðum á loftslagsráðstefnunni. Mikilvægt þykir að borgir og fyrirtæki taki frumkvæði.
Á Íslandi þarf ekki að glíma við mengandi rafmagnsframleiðslu eða húshitun, líkt og margar þjóðir, en eitt stærsta viðfangsefni Íslendinga er mengandi samgöngur og losun úrgangs.
Nánari upplýsingar, texti yfirlýsingar í heild, listi yfir þátttakendur og fleira tengt efninu