Tíu norrænir læknar sóttu námskeið um bráðalækningar sem haldið var á Landspítala í september 2015.
Ísland varð fyrir rúmum 20 árum fyrst allra Norðurlandanna til að viðurkenna sérgreinina bráðalækningar. Í Svíþjóð og Finnlandi hefur sérgreinin nýlega hlotið fulla viðurkenningu en hvort eins verði í Noregi og Danmörku er enn til umræðu. Á Landspítala hefur því verið unnið lengur eftir hugmyndafræði bráðalækninga en á öðrum sjúkrahúsum á Norðurlöndum.
Ísland varð fyrir rúmum 20 árum fyrst allra Norðurlandanna til að viðurkenna sérgreinina bráðalækningar. Í Svíþjóð og Finnlandi hefur sérgreinin nýlega hlotið fulla viðurkenningu en hvort eins verði í Noregi og Danmörku er enn til umræðu. Á Landspítala hefur því verið unnið lengur eftir hugmyndafræði bráðalækninga en á öðrum sjúkrahúsum á Norðurlöndum.
Dagana 25. og 26. september var í fyrsta skipti haldið námskeið undir heitinu EM Iceland. Námskeiðið var haldið í samvinnu bráðadeildar Landspítala og Félags bráðalækna með það markmiði að deila þeirri reynslu sem fengist hefur við að innleiða hugmyndafræði bráðalækninga hér á landi.
Norrænu læknirnir sem sóttu námskeiðið eru allir í þeim sporum að vera að stíga fyrstu skrefin í að innleiða sérgreinina í sínu heimalandi.
Norrænu læknirnir sem sóttu námskeiðið eru allir í þeim sporum að vera að stíga fyrstu skrefin í að innleiða sérgreinina í sínu heimalandi.