Hafdís Sif Svavarsdóttir, aðstoðarlæknir á Landspítala, kom, sá og sigraði í tilfellakeppni á norrænu þingi röntgenlækna í Malmö í september 2015. Tilfelli Hafdísar Sifjar bar heitið „Fatal attraction “og fjallaði um ungan mann sem hafði innbyrt smáa segla með alvarlegum afleiðingum.
Norrænt þing röntgenlækna er haldið annað hvert ár í einhverju Norðurlandanna. Á þessu þingi stendur Nordisk förening för medicinsk radiologi (Norrænt félag röntgenlækna) fyrir svokallaðri „tilfellakeppni“ sem gengur út á að greina ástand ímyndaðs sjúklings. Tveir aðstoðar- eða deildarlæknar frá hverju landi taka þátt eftir að hafa verið valdir af hverju landsfélagi fyrir þingið. Í ár tóku þátt fyrir hönd Íslands þau Hafdís Sif og Marteinn Ingi Smárason, deildarlæknir á röntgendeild Landspítala.
Norrænt þing röntgenlækna er haldið annað hvert ár í einhverju Norðurlandanna. Á þessu þingi stendur Nordisk förening för medicinsk radiologi (Norrænt félag röntgenlækna) fyrir svokallaðri „tilfellakeppni“ sem gengur út á að greina ástand ímyndaðs sjúklings. Tveir aðstoðar- eða deildarlæknar frá hverju landi taka þátt eftir að hafa verið valdir af hverju landsfélagi fyrir þingið. Í ár tóku þátt fyrir hönd Íslands þau Hafdís Sif og Marteinn Ingi Smárason, deildarlæknir á röntgendeild Landspítala.
Dómurum í keppninni, sem eru í stjórn norrænu samtakanna, þóttu íslensku keppendurnir hafa staðið sig afar vel og var það að lokum einróma álit þeirra að erindi Hafdísar Sifjar bæri af öðrum í innihaldi, flutningi og kennslugildi. Að launum fyrir sigurinn hlaut hún farareyri á Evrópuþing röntgenlækna og voru þau verðlaun afhent á hátíðarkvöldverði þingsins að viðstöddu margmenni.
Íslenskir þátttakendur á ráðstefnunni voru að vonum afar stoltir af fulltrúum sínum.
Næsta keppni verður að tveimur árum liðnum en þá verður þingið haldið hér á landi.