Minnismóttakan á Landakoti er 20 ára um þessar mundir en hún var stofnuð árið 1995.
Tímamótanna verður minnst á Landakoti föstudaginn 6. nóvember 2015.
Tímamótanna verður minnst á Landakoti föstudaginn 6. nóvember 2015.
Í upphafi var minnismóttakan til húsa í Hátúni 10b þar sem Landspítalinn leigði 5 hæðir en árið 1997 fluttist starfsemin á Landakot. Þar er góð aðstaða og sannast hið fornkveðna að eins dauði er annars brauð því starfsemin er núna í húsrými legudeildar sem búið var að loka í sparnaðarskyni.
Starfsemin hefur eflst því á fimmta hundrað einstaklingar eru metnir þar á hverju ári og yfir 300 eru í eftirliti, langflestir vegna Alzheimer sjúkdóms.
Minnismóttakan er ein þriggja eininga heilabilunareiningar en hinar eru legudeild á 4. hæð (L4) og þjónusta við sex dagþjálfanir og mynda þessar einingar þjónustukeðju við sjúklinga með heilabilun.