Erla Kolbrún Svavarsdóttir, forstöðumaður fræðasviðs fjölskylduhjúkrunar við Landspítala og prófessor við hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, hefur hlotið inngöngu í Bandarísku hjúkrunarakademíuna (American Academy of Nursing).
Aðild að samtökunum hljóta þeir sem hafa skarað fram úr í starfi við hjúkrun en samtökin eru meðal þeirra virtustu á sviði hjúkrunarfræði í heiminum. Inngöngunni fylgir nafnbótin „Fellow of the American Academy of Nursing“ (FAAN).