Í heimsókn dr. Jitsuhiro Yamada, alþjóðaforseta Lions, á BUGL 30. október 2015 þar sem Lionsklúbburinn Fjörgyn afhenti tvo nýja bíla að gjöf.
Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur lengi verið bakhjarl BUGL og stutt starfsemina þar á fjölmargan hátt. Fyrir 7 árum gaf klúbburinn til dæmis BUGL tvo bíla til afnota. Þar sem þeir voru komnir til ára sinna var endurnýjunar þörf. Bílarnir voru því seldir og Fjörgynjarmenn gáfu aðra tvo, 5 manna Renault Clio og 9 manna Renault Trafic. Auk þess gáfu þeir BUGL Jura XS9 Classic kaffivél til að nota í starfi með skjólstæðingum.
Stórtónleikar 12. nóvember
Lionsklúbburinn Fjörgyn hefur í 12 ár haldið stórtónleika í byrjun nóvember í Grafarvogskirkju til styrktar BUGL þar sem fram hafa komið margir af fremstu tónlistarmönnum landsmanna. Enn er haldið áfram á þeirri braut og 12. nóvember verða stórtónleikar þar sem listamenn spila og syngja og gefa framlag sitt til stuðnings barna- og unglingageðdeildinni.
Sjá viðtalið á myndbandinu hér fyrir neðan við Þór Steinarsson, félaga í Fjörgyn, um tónleikahaldið hjá Lionsklúbbnum.