Dröfn Ágústsdóttir var síðastliðið sumar ráðin deildarstjóri heila-, tauga- og bæklunarskurðdeildar B6 á Landspítala Fossvogi. Hún lauk hjúkrunarfræðiprófi frá Háskóla Íslands árið 1998, diplóma í lýðheilsufræðum árið 2012 frá Háskóla Íslands og stundar nú meistaranám í hjúkrunarstjórnun við sama skóla.
Dröfn hefur starfað á Landspítala frá útskrift árið1998. Hún var staðgengill deildarstjóra á árunum 2008-2010 og gegndi starfi aðstoðardeildarstjóra frá 2010 -2013. Frá árinu 2013 hefur hún sinnt starfi deildarstjóra í afleysingum og hefur góða og farsæla stjórnunarreynslu.