Alls sækja um 6.000 manns bráðaþjónustu geðsviðs Landspítala á ári eða um 2,3% þjóðarinnar.
María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs, fer yfir starfsemi sviðsins í meðfylgjandi myndbandi.
Starfsemin er á 5 stöðum í Reykjavík; við Hringbraut eru 4 legudeildir, endurhæfingardeildir eru á Kleppi, dag- og göngudeildir á Hvítabandi við Skólavörðustíg, samfélagsgeðsteymi á Reynimel og á Laugarási er ungu fólki í fyrsta geðrofi sinnt.
Á næstu vikum munum við kynnast þessari starfsemi betur.