Ný og gjörbreytt móttaka kvennadeildar Landspítala var formlega tekin í notkun við athöfn þar 28. október 2015. Fjöldi fólks kom þar saman til að fagna. Í byrjun athafnarinnar skemmtu feðginin Þórunn Antonía og Magnús Þór Sigmundsson með söngu og gítarleik.
Líf, styrktarfélag kvennadeildar, lagði umtalsvert fé til endurbótanna en samstarfssamningur um framkvæmdirnar var undirritaður milli félagsins og spítalans 9. febrúar. Hönnuðir voru Karitas Sveinsdóttir innanhússarkitekt, Hafsteinn Júlíusson innanhússarkitekt og iðnhönnuður, Lóa Auðunsdóttir grafískur hönnuður og Hlín Helga Guðlaugsdóttir, vöruhönnuður og aðjúnkt við Listaháskóla Íslands þar sem hún kennri m.a. upplifunarhönnun. Þau unnu náðið með iðnaðar- og tæknifólki spítalans að útfærslunni.
Markmið verkefnsins var að bæta mótttökuna og lögð var áhersla á að gera anddyrið fallegt og að það byði fólk velkomið í húsið.
Á vefsíðunni eru ljósmyndir af nýju móttökunni og frá opnunarathöfninni. Auk þess myndband með viðtölum.