Forsætisráðherra Íslands bauð til þessa málþings en forsætisráðherrar Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands tóku þátt í þinginu.
Ásamt forsætisráðherrunum níu tóku ríflega 80 sérfræðingar frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi, Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Noregi, Svíþjóð og Bretlandi þátt í umræðum og skoðanaskiptum.
Í sömu málstofu og Guðlaug Rakel kynnti rauntímamælana fjölluðu fulltrúi frá Finnlandi um appið Noona sem er ætlað fyrir sjúklinga með krabbamein og skattstjórinn í Noregi fjallaði um nýsköpun í skattinnheimtu þar í landi.
Á eftir erindunum vrou 45 mínútna umræður þar sem kom fram skýr áhugi bæði Camerons og Rõivas á Landspítalaverkefninu en víða er verið að leita möguleikua á rauntímamælingum í opinbera geiranum.
Íslenska sendinefndin á nýsköpunarmálþinginu
Simpler, smarter and innovative Public Services