Á þeim fyrstu 10 dögum sem verkföll SFR og SLFÍ stóðu var um 120 skurðaðgerðum frestað. Aðeins bráðum og mjög brýnum aðgerðum var sinnt á meðan á verkfalli stóð. Biðlistar héldu því áfram að lengjast en sem dæmi hafa nú helmingi fleiri sjúklingar beðið lengur en í 3 mánuði eftir skurðaðgerð á augasteini en á sama tíma í fyrra. Þá voru 1.300 færri komur á dag- og göngudeildir á meðan að verkfalli stóð sé litið til sama tíma árið 2014.
Ekki er hægt að sjá afgerandi fækkun á fjölda inniliggjandi sjúklinga þar sem deildir voru yfirfullar við upphaf verkfalls og legutími hefur verið að lengjast undanfarið. Bráðainnlögnum var öllum sinnt en fimm daga endurhæfingardeild aldraðra á Landakoti var lokuð frá upphafi verkfalls.
Ekki er hægt að sjá afgerandi fækkun á fjölda inniliggjandi sjúklinga þar sem deildir voru yfirfullar við upphaf verkfalls og legutími hefur verið að lengjast undanfarið. Bráðainnlögnum var öllum sinnt en fimm daga endurhæfingardeild aldraðra á Landakoti var lokuð frá upphafi verkfalls.