Fulltrúar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins heimsóttu börn á leikskóla Barnaspítala Hringsins 27. október 2015 og fræddu þau um slökkviliðið og sjúkrabílana. Það er árleg venja hjá þeim að vera með svona fræðslu meðal 5 ára barna á öllum leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Á barnaspítalanum var fræðslan hins vegar ekki bundin við aldur. Auk þess að fræða börnin færðu gestirnir þeim gjafir frá slökkviliðinu.
Það voru þau María Garðarsdóttir skrifstofustjóri og Ólafur Ásgeirsson varðliðsmaður sem heiðruðu leikskólabörnin á Barnaspítala Hringsins með nærveru sinni og börnu sýndu fræðslu þeirra mikinn áhuga.