Þann 27. október er rétt ár liðið frá því að Læknafélag Íslands og Skurðlæknafélag Íslands hófu verkfallsaðgerðir sínar á Landspítala. Það verkfall hafði mikil áhrif á starfsemi spítalans. Í kjölfarið fylgdu verkföll BHM og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og nú standa yfir verkfallsaðgerðir Sjúkraliðafélags Íslands og SFR. Öll þessi verkföll hafa haft alvarleg áhrif á starfsemi spítalans, sér í lagi minna bráða (en samt afar mikilvæga) starfsemi og lætur nærri að hún hafi verið lömuð þriðjung ársins. Einstök verkföll eða verkfallsaðgerðir eru nógu slæmar, en nú glímum við bæði við yfirstandandi verkföll og uppsöfnuð áhrif þeirra sem á undan komu. Þetta er verulega íþyngjandi og í raun óþolandi, því að þeir líða helst fyrir sem síst skyldi.
Ein afleiðing undangenginna verkfalla er nýgenginn dómur í máli Ljósmæðrafélags Íslands gegn íslenska ríkinu, þar sem dómur gekk gegn LMFÍ. Niðurstaðan er sú að við vissar aðstæður getur fólk átt von á því að greiðslur fyrir sannarlega unna vinnu utan verkfallsdaga verði skertar. Mikil óánægja er í röðum ljósmæðra með þessa niðurstöðu og áhrifa dómsins gætir í verkfalli Sjúkraliðafélags Íslands. Eins og ég hef áður sagt þá er það skoðun mín eins og flestra annarra að fólk eigi að fá greitt fyrir þá vinnu sem það sannarlega innir af hendi. Vonandi finnst viðunandi úrlausn á þessum málum, en í millitíðinni vona ég og treysti því að við getum áfram sinnt þeirri þjónustu sem okkur hefur verið trúað fyrir.
Í morgun birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu undirskriftarlisti með nöfnum tæplega 400 einstaklinga sem styðja tafarlausa uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Ég skrifaði með ánægju undir þennan lista og er stoltur af að vera þarna í fjölbreyttum og öflugum hópi sem fylkir sér á bak við þetta mikilvæga verkefni. Þarna voru margir starfsmanna spítalans, fólk úr vísinda- og háskólasamfélaginu auk áhrifafólks sem hefur komið að málinu á þeim langa tíma sem verkið hefur verið í undirbúningi. Við hvílum hvergi og höldum ótrauð áfram á veg uppbyggingar.
Á meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna var Guðbjartur Hannesson, fyrrum velferðarráðherra og var það hans síðasta opinbera verk. Guðbjartur lést í morgun og vil ég votta aðstandendum hans samúð í sorg þeirra.
Hinni höfðinglegu gjöf Íslenskrar Erfðagreiningar hefur nú verið valinn staður á Hringbraut. Íslensk Erfðagreining gefur bæði tækjabúnað og stendur straum af uppbyggingu húsakosts sem þarf til og er staðsetningin kynnt hér í meðfylgjandi myndbandi. Þetta er spennandi verkefni og enn eitt framfaraskrefið sem stigið er á Landspítala. Maður getur einungis gert sér í hugarlund þvílíkur kraftur væri í heilbrigðisvísindum og þjónustu við almenning, væru hér risnar þær nýbyggingar sem lengi hefur verið barist fyrir.
Ég óska ykkur góðrar helgar, hvort heldur þið standið vaktin eða hlaðið batteríin.
Ein afleiðing undangenginna verkfalla er nýgenginn dómur í máli Ljósmæðrafélags Íslands gegn íslenska ríkinu, þar sem dómur gekk gegn LMFÍ. Niðurstaðan er sú að við vissar aðstæður getur fólk átt von á því að greiðslur fyrir sannarlega unna vinnu utan verkfallsdaga verði skertar. Mikil óánægja er í röðum ljósmæðra með þessa niðurstöðu og áhrifa dómsins gætir í verkfalli Sjúkraliðafélags Íslands. Eins og ég hef áður sagt þá er það skoðun mín eins og flestra annarra að fólk eigi að fá greitt fyrir þá vinnu sem það sannarlega innir af hendi. Vonandi finnst viðunandi úrlausn á þessum málum, en í millitíðinni vona ég og treysti því að við getum áfram sinnt þeirri þjónustu sem okkur hefur verið trúað fyrir.
Í morgun birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu undirskriftarlisti með nöfnum tæplega 400 einstaklinga sem styðja tafarlausa uppbyggingu Landspítala við Hringbraut. Ég skrifaði með ánægju undir þennan lista og er stoltur af að vera þarna í fjölbreyttum og öflugum hópi sem fylkir sér á bak við þetta mikilvæga verkefni. Þarna voru margir starfsmanna spítalans, fólk úr vísinda- og háskólasamfélaginu auk áhrifafólks sem hefur komið að málinu á þeim langa tíma sem verkið hefur verið í undirbúningi. Við hvílum hvergi og höldum ótrauð áfram á veg uppbyggingar.
Á meðal þeirra sem skrifuðu undir yfirlýsinguna var Guðbjartur Hannesson, fyrrum velferðarráðherra og var það hans síðasta opinbera verk. Guðbjartur lést í morgun og vil ég votta aðstandendum hans samúð í sorg þeirra.
Hinni höfðinglegu gjöf Íslenskrar Erfðagreiningar hefur nú verið valinn staður á Hringbraut. Íslensk Erfðagreining gefur bæði tækjabúnað og stendur straum af uppbyggingu húsakosts sem þarf til og er staðsetningin kynnt hér í meðfylgjandi myndbandi. Þetta er spennandi verkefni og enn eitt framfaraskrefið sem stigið er á Landspítala. Maður getur einungis gert sér í hugarlund þvílíkur kraftur væri í heilbrigðisvísindum og þjónustu við almenning, væru hér risnar þær nýbyggingar sem lengi hefur verið barist fyrir.
Ég óska ykkur góðrar helgar, hvort heldur þið standið vaktin eða hlaðið batteríin.