Í tilefni af alþjóðadegi matreiðslumanna, sem haldinn var hátíðlegur víða um heim 20. október 2015, heimsóttu félagar í Klúbbi matreiðslumeistara Barnaspítala Hringsins og færðu leikstofu barna vel valin leikföng. Síðan var börnum og öðrum gestum boðið upp á veitingar í formi ferskrar ávaxta og grænmetis.
Klúbbur matreiðslumeistara vinnur að verkefnum fyrir matreiðslufagið, meðal annars með rekstri kokkalandsliðsins. Klúbburinn tekur einnig þátt í alþjóðlegu samstarfi Worldchefs sem velur árlegt þema fyrir alþjóðadag matreiðslumanna. Að þessu sinni var þema dagsins „Heilbrigð börn - Heilbrigð framtíð“.