Ályktun stjórnar hjúkrunarráðs Landspítala 13. október 2015 vegna yfirvofandi verkfalls félagsmanna Sjúkraliðafélagi Íslands (SLFÍ) og Starfsmannafélags ríkisstofnana (SFR):
Verkfallsaðgerðir félagsmanna í SLFÍ hefjast á miðnætti aðfaranótt fimmtudags ef ekki nást samningar í kjaradeilu þeirra fyrir þann tíma. Verkfallið mun ná til um 400 sjúkraliða á Landspítala á öllum sviðum spítalans auk þess sem félagsmenn SFR boða ótímabundið verkfall frá sama degi. Ljóst er að enn og aftur horfum við fram á illa starfhæfan Landspítala með skerta þjónustu við sjúklinga, óreiðu og ógn við öryggi þeirra vegna verkfallsaðgerða. Spítalinn er að sligast undan tíðum og erfiðum verkföllum undanfarið ár með tilheyrandi óvissu og hvetur stjórn hjúkrunarráðs aðila að ganga til samninga hið allra fyrsta.
Verkfallsaðgerðir félagsmanna í SLFÍ hefjast á miðnætti aðfaranótt fimmtudags ef ekki nást samningar í kjaradeilu þeirra fyrir þann tíma. Verkfallið mun ná til um 400 sjúkraliða á Landspítala á öllum sviðum spítalans auk þess sem félagsmenn SFR boða ótímabundið verkfall frá sama degi. Ljóst er að enn og aftur horfum við fram á illa starfhæfan Landspítala með skerta þjónustu við sjúklinga, óreiðu og ógn við öryggi þeirra vegna verkfallsaðgerða. Spítalinn er að sligast undan tíðum og erfiðum verkföllum undanfarið ár með tilheyrandi óvissu og hvetur stjórn hjúkrunarráðs aðila að ganga til samninga hið allra fyrsta.